Hvítur bakgrunnur með nokkrum línum á

TRAUST

LÖGMANNSÞJÓNUSTA

Fagleg og vönduð vinnubrögð

Hvítur hringur með lárviðarkrans og tölunni 15 á
Sævar Þór, lögmaður í jakkafötum og með bindi situr við skrifborð með fartölvu.

LÖGMANNSSTOFAN SÆVAR ÞÓR & PARTNERS

Fagmennska fram yfir allt annað

Við hjá Lögmannsstofunni Sævar Þór & partners leggjum okkur fram við að veita faglega og vandaða lögfræðiþjónustu. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis.

| FAGMENNSKA

Felur í sér að vinna verk á heiðarlegan og gegnsæjan hátt, af viðeigandi og fullnægjandi þekkingu og í samræmi við lög og reglur og góða vinnsluhætti.


| TRAUST

Felur í sér trúnað gagnvart umbjóðendum og málefnum þeirra, hreinskilni í ráðgjöf og mati á þeirra réttarstöðu og ábyrgð á þeim störfum.


| METNAÐUR

Felur í sér að sinna verki af krafti og alúð og sýna frumkvæði í þágu umbjóðanda með fagmennsku og árangur að leiðarljósi.


LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA

Við hjá Lögmannsstofunni Sævar Þór & partners leggjum okkur fram við að veita faglega og vandaða lögfræðiþjónustu.


Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis.

Maður er að skrifa á blað með penna.
SKATTARÉTTUR

Við höfum veitt fjölda fyrirtækja skattaráðgjöf, þ. á m. erlendum viðskiptavinum er lúta að orkumálum og jarðvarmavirkjunum.

Þremur bókum er staflað hver ofan á aðra á tréborði.
VERKTAKARÉTTUR

Við veitum yfirgripsmikla ráðgjöf til verkkaupa og verktaka við gerð verksamninga, framkvæmd þeirra og túlkun.

Maður er að skrifa á blað fyrir framan fartölvu.
GJALDÞROTARÉTTUR

Við veitum einni ráðgjöf og aðra aðstoð á svipi skiptaréttar og aðstoðum við að lýsa kröfum í þrotbú og aðra hægsmunagæslu þessu tengdu.

Bókaðu ráðgjöf - forsíða

Bókaðu ráðgjöf

Sendu okkur skilaboð og bókaðu ráðgjöf hjá okkur þegar þér hentar.

PISTLAR

21. nóvember 2025
Í dag bárust ánægjuleg tíðindi frá Sjúkratryggingum Íslands, sem tengjast máli okkar skjólstæðings. Málið varðar meðferð á Landspítala þar sem talið var að meðferðin hefði ekki verið framkvæmd í samræmi við bestu fyrirmæli og reynslu á sviðinu. Ákveðið var að sýna hefði átt meiri aðgát, sérstaklega varðandi lyfjagjöf, sem leiddi til alvarlegrar hjartsláttartruflunar. Einnig var það mat Sjúkratrygginga Íslands að meðferðin hafi ekki verið fullnægjandi, þar sem gleymdist að fjarlægja aðskotahlut úr legu sjúklings á gjörgæslu yfir 12 klst. Í ljósi þessa var bótaskylda samþykkt vegna heilsutjóns sem tjónþoli varð fyrir. Við erum stolt af því að geta staðið við hlið skjólstæðinga okkar í þeim málum sem varða þeirra réttindi og velferð.
21. nóvember 2025
Í dag bárust ánægjuleg tíðindi frá Sjúkratryggingum Íslands, sem tengjast máli okkar skjólstæðings. Málið varðar meðferð á Landspítala þar sem talið var að meðferðin hefði ekki verið framkvæmd í samræmi við bestu fyrirmæli og reynslu á sviðinu. Ákveðið var að sýna hefði átt meiri aðgát, sérstaklega varðandi lyfjagjöf, sem leiddi til alvarlegrar hjartsláttartruflunar. Einnig var það mat Sjúkratrygginga Íslands að meðferðin hafi ekki verið fullnægjandi, þar sem gleymdist að fjarlægja aðskotahlut úr legu sjúklings á gjörgæslu yfir 12 klst. Í ljósi þessa var bótaskylda samþykkt vegna heilsutjóns sem tjónþoli varð fyrir. Við erum stolt af því að geta staðið við hlið skjólstæðinga okkar í þeim málum sem varða þeirra réttindi og velferð.
19. nóvember 2025
Héraðsdómur Reykjavíkur komst nýverið að niðurstöðu í máli sem snýr að umfangsmiklum ágreiningi milli fyrrverandi rekstraraðila veitingastaðar. Málið hefur vakið athygli vegna ásakana sem þar komu fram, meðal annars um þjófnað, fölsun undirskriftar og meiðyrði. DV greindi m.a. frá niðurstöðu dómsins í frétt þann 18. nóvember 2025. Niðurstaða dómstólsins Í dómnum voru nokkrir þættir teknir til sérstaks mats. Skjólstæðingur okkar fékk hluta af kröfum sínum viðurkenndar, en aðrir þættir málsins voru ekki taldir uppfylla kröfur að mati dómsins. Um er að ræða flókið mál þar sem bæði staðreyndir og túlkun á lagareglum eru umdeildar og hafa verið ítrekað ágreiningsefni milli aðila. Áfrýjun til skoðunar  Til skoðunar er að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar í því skyni að fá tilteknir þætti málsins metna af Landsrétti, s.s. mat á sönnunargögnum og túlkun á ummælum og tilefni þeirra.