Hvítur bakgrunnur með nokkrum línum á

TRAUST

LÖGMANNSÞJÓNUSTA

Fagleg og vönduð vinnubrögð

Hvítur hringur með lárviðarkrans og tölunni 15 á
Sævar Þór, lögmaður í jakkafötum og með bindi situr við skrifborð með fartölvu.

LÖGMANNSSTOFAN SÆVAR ÞÓR & PARTNERS

Fagmennska fram yfir allt annað

Við hjá Lögmannsstofunni Sævar Þór & partners leggjum okkur fram við að veita faglega og vandaða lögfræðiþjónustu. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis.

| FAGMENNSKA

Felur í sér að vinna verk á heiðarlegan og gegnsæjan hátt, af viðeigandi og fullnægjandi þekkingu og í samræmi við lög og reglur og góða vinnsluhætti.


| TRAUST

Felur í sér trúnað gagnvart umbjóðendum og málefnum þeirra, hreinskilni í ráðgjöf og mati á þeirra réttarstöðu og ábyrgð á þeim störfum.


| METNAÐUR

Felur í sér að sinna verki af krafti og alúð og sýna frumkvæði í þágu umbjóðanda með fagmennsku og árangur að leiðarljósi.


LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA

Við hjá Lögmannsstofunni Sævar Þór & partners leggjum okkur fram við að veita faglega og vandaða lögfræðiþjónustu.


Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis.

Maður er að skrifa á blað með penna.
SKATTARÉTTUR

Við höfum veitt fjölda fyrirtækja skattaráðgjöf, þ. á m. erlendum viðskiptavinum er lúta að orkumálum og jarðvarmavirkjunum.

Þremur bókum er staflað hver ofan á aðra á tréborði.
VERKTAKARÉTTUR

Við veitum yfirgripsmikla ráðgjöf til verkkaupa og verktaka við gerð verksamninga, framkvæmd þeirra og túlkun.

Maður er að skrifa á blað fyrir framan fartölvu.
GJALDÞROTARÉTTUR

Við veitum einni ráðgjöf og aðra aðstoð á svipi skiptaréttar og aðstoðum við að lýsa kröfum í þrotbú og aðra hægsmunagæslu þessu tengdu.

Bókaðu ráðgjöf - forsíða

Bókaðu ráðgjöf

Sendu okkur skilaboð og bókaðu ráðgjöf hjá okkur þegar þér hentar.

PISTLAR

16. september 2025
Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur verið útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2025 á samnefndum lista sem er samstarfsverkefni Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Þetta er í annað skiptið í röð sem stofan hlýtur þessa viðurkenningu sem er veitt fyrirtækjum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í rekstri. Við val á Fyrirmyndarfyrirtækjum eru metin fjölmörg atriði, þar á meðal afkoma, eiginfjárhlutfall, stöðugleiki og aðrar rekstrarlegar forsendur. Fyrirtæki sem eru tilnefnd þurfa að uppfylla ströng skilyrði í greiningu Keldunnar og Viðskiptablaðsins. „Það er okkur mikill heiður að fá þessa viðurkenningu aftur. Hún kallar ekki aðeins fram þakklæti hjá okkur heldur er einnig hvatning um áframhaldandi gott starf. Að vera meðal þeirra fáu sem ná þessum stöðlum meðal lögmannsstofa og fyrirtækja almennt, er okkur mikill innblástur til að gera enn betur,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Viðurkenningin sannar að velgengni þarf ekki eingöngu að mælast í stærð eða fjölda starfsfólks, heldur einnig í traustum rekstri, góðu stjórnunarstigi og starfsvenjum sem lúta hæstu viðmiðum um gæði. Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur með þessari viðurkenningu staðfest stöðu sína sem leiðandi í sínu fagi – og fest sig í sessi meðal fyrirtækja sem uppfylla kröfur um samkeppnishæfa eiginfjárstöðu, stöðuga afkomu og ábyrgð í rekstri.
16. september 2025
Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur verið útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2025 á samnefndum lista sem er samstarfsverkefni Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Þetta er í annað skiptið í röð sem stofan hlýtur þessa viðurkenningu sem er veitt fyrirtækjum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í rekstri. Við val á Fyrirmyndarfyrirtækjum eru metin fjölmörg atriði, þar á meðal afkoma, eiginfjárhlutfall, stöðugleiki og aðrar rekstrarlegar forsendur. Fyrirtæki sem eru tilnefnd þurfa að uppfylla ströng skilyrði í greiningu Keldunnar og Viðskiptablaðsins. „Það er okkur mikill heiður að fá þessa viðurkenningu aftur. Hún kallar ekki aðeins fram þakklæti hjá okkur heldur er einnig hvatning um áframhaldandi gott starf. Að vera meðal þeirra fáu sem ná þessum stöðlum meðal lögmannsstofa og fyrirtækja almennt, er okkur mikill innblástur til að gera enn betur,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Viðurkenningin sannar að velgengni þarf ekki eingöngu að mælast í stærð eða fjölda starfsfólks, heldur einnig í traustum rekstri, góðu stjórnunarstigi og starfsvenjum sem lúta hæstu viðmiðum um gæði. Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners hefur með þessari viðurkenningu staðfest stöðu sína sem leiðandi í sínu fagi – og fest sig í sessi meðal fyrirtækja sem uppfylla kröfur um samkeppnishæfa eiginfjárstöðu, stöðuga afkomu og ábyrgð í rekstri.
5. september 2025
Sævar Þór og Partners er í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði að baki greiningu Creditinfo og hefur verið útnefnt Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Við erum gríðarlega stolt af því að hljóta þessa vottun og þökkum það okkar öfluga og samstillta teymi ásamt farsælu samstarfi við viðskiptavini sem hafa sýna okkur ómælt traust. Framúrskarandi fyrirtæki er viðurkenning sem Creditinfo veitir íslenskum fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á traustum stoðum og hafa náð framúrskarandi árangri í rekstrinum.