TRAUST
LÖGMANNSÞJÓNUSTA

Við hjá LÖGMANNSSTOFUNNI SÆVAR ÞÓR & PARTNERS
leggjum okkur fram við að veita faglega og vandaða lögfræðiþjónustu. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis.
FAGMENNSKA
Felur í sér að vinna verk á heiðarlegan og gegnsæjan hátt, af viðeigandi og fullnægjandi þekkingu og í samræmi við lög og reglur og góða vinnsluhætti.
TRAUST
Felur í sér trúnað gagnvart umbjóðendum og málefnum þeirra, hreinskilni í ráðgjöf og mati á þeirra réttarstöðu og ábyrgð á þeim störfum.
METNAÐUR
Felur í sér að sinna verki af krafti og alúð og sýna frumkvæði í þágu umbjóðanda með fagmennsku og árangur að leiðarljósi.