Á stofunni starfa sérfræðingar í skattamálum sem veita jafnt einstaklingum og fyrirtækjum heildstæða skattaráðgjöf bæði hér á landi og á sviði alþjóðlegs skattaréttar og tvísköttunarsamninga. Við höfum veitt fjölda fyrirtækja skattaráðgjöf, þ. á m. erlendum viðskiptavinum er lúta að orkumálum og jarðvarmavirkjunum.
Við búum yfir mikilli reynslu af meðferð mála hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og ágreiningsmálum hjá ríkisskattstjóra sem og málsvörnum í sakamálum hjá dómstólum er varða skattalagabrot.
Þegar ráðist er í framkvæmdir skiptir öllu máli að samningsskyldur og réttindi samningsaðili liggi ljós fyrir í upphafi þannig að samningssambandið sér skýrt og komið sé í veg fyrir ágreining sem upp getur komið síðar. Því er nauðsynlegt strax í upphafi framkvæmda að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum.
Hjá LÖGMANNSSTOFUNNI SÆVAR ÞÓR & PARTNERS höfum við umtalsverða reynslu á málum er lúta að verktakarétti. Við veitum yfirgripsmikla ráðgjöf til verkkaupa og verktaka við gerð verksamninga, framkvæmd þeirra og túlkun.
Á sviði félagaréttar veitum við yfirgripsmikla þjónustu og ráðgjöf varðandi hlutafélög, einkahlutafélög og önnur félagaform, svo sem vegna:
Stofnunar og skráningar félaga.
Gerð samþykkta.
Ráðgjöf vegna samruna.
Rágjöf vegna yfirtöku á félögum.
Hækkunar og lækkunar hlutafjár.
Stjórnunar hluthafafunda.
Minnihlutaverndar.
Hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum og fyrir dómstólum.
Á stofunni starfa bæði lögmenntaðir sérfræðingar og sérfræðingar með MBA prófgráðu í samninga- og kröfurétti. Sérfræðingar okkar hafa mikla þekkingu og reynslu af samningatækni og samningsgerð. Við höfum sinnt samningagerð af öllum stærðargráðum bæði fyrir innlenda og erlenda aðila.
Hjá okkur eru starfandi sérfræðingar í stjórnsýslurétti með áratugareynslu bæði af störfum innan stjórnsýslunnar og samskiptum við hin ýmsu stjórnvöld. Við aðstoðum bæði einstaklinga og fyrirtæki við meðferð stjórnsýslumála, önnumst samskipti og skjalagerð og gætum réttinda þeirra í málsmeðferðinni. Við sjáum um stjórnsýslukærur og kærur til umboðsmanns Alþingis auk annara mála á þessu réttarsviði, s.s. umsóknir og leyfamál. Einnig höfum við mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum.
Starfsmenn okkar hafa víðtæka reynslu af verjendastörfum í sakamálum og tökum að okkur verjandastörf. Einnig aðstoðum við þolendur við réttargæslu og kæru mála til lögreglu.
Miklu máli skiptir að vanda vel til verka í fasteignaviðskiptum þar sem oft eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Hjá okkur starfa bæði lögmenn og fasteignasalar sem veita einstaklingum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf í málum er varða fasteignaviðskipti. Við höfum víðtæka sérþekkingu á málum er varða fasteignaviðskipti, svo sem vegna efnda kaupasamninga, gallamála, fjöleignarhúsamála, jarðamála, skipulags- og byggingarmála, uppgjörsmála, forkaupsréttarreglna og húsaleigumála.
Við höfum mikla þekkingu og reynslu í málum er varða hjúkapar- og sambúðarmál. Við veitum einstaklingum víðtæka aðstoð vegna þessara mála, svo sem vegna skilnaðar, gerð kaupmála, umgengnisréttar, meðlags, fjárslita við sambúðarslit o.fl.
Lögmenn okkar hafa yfir mikilli reynslu á sviði gjaldþrotréttar að ráða og hafa sinnt starfi skiptastjóra í fjölda þrotabúa. Við veitum einni ráðgjöf og aðra aðstoð á svipi skiptaréttar og aðstoðum við að lýsa kröfum í þrotbú og aðra hægsmunagæslu þessu tengdu.
Við höfum mikla reynslu af því að hjálpa þeim sem lent hafa í slysi eða öðru líkamstjóni við að sækja bótarétt sinn. Við aðstoðum við öflun læknisfræðilegra gagna og gerð örorkumats og önnumst öll nauðsynleg samskipti við heilbrigðisyfirvöld og önnur stjórnvöld auk tryggingafélaga.
Hjá stofunni starfa sérfræðingar í erfðamálum sem gert hafa fjölda erfðaskráa og erfðagjörninga. Við aðstoðum við einkaskipti dánarbúa að beiðni erfingja og við að krefjast opinberra skipta hjá dómstólum. Við höfum einnig annast skipti opinberra skipta dánarbúa að skipun dómstóla.
Við sérhæfðum okkur á sviði samkeppnisréttar og höfum víðtæka reynslu á því sviði. Verkefni sem við sinnum í þessum málaflokk eru:
Samrunar og samrunatilkynningar.
Undanþágubeiðnir og mat á undanþágum.
Ráðgjöf varðandi málefni tengd markaðsskilgreiningu og mat á markaðshlutdeild.
Málsmeðferð og hagsmunagæsla gagnvart stjórnvöldum og fyrir dómstólum.
Við hjá LÖGMANNSSTOFUNNI SÆVAR ÞÓR & PARTNERS leggjum okkur fram við að veita faglega og vandaða lögfræðiþjónustu. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis.
Meðal viðfangsefna okkar eru erfðaréttur, félagaréttur, fasteignakauparéttur, forsjármál, innheimtur, leiguréttur, málflutningur, sakamál, samninga- og kröfuréttur, skattaréttur, samkeppnisréttur, hafréttur, skaðabótaréttur, kaupmálar, skilnaðarmál, skipti dánar- og þrotabúa, stjórnsýsluréttur, vátryggingaréttur, vinnuréttur og verktakaréttur.