Aukin skil­virkni í samrunamálum

Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Fasi I er 25 virkir daga sem er ca. 5 vikur en fasi II er 90 virkri daga eða ca. 18 vikur. Samanlagt er því lögbundinn frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að leysa úr samrunatilkynningu tæpir 6 mánuðir. Vissulega er háflt ár langur tími rekstarlega séð og margt sem getur gerst hjá aðilum sem hafa bundist samning um samruna og bíða eftir að fá að framkvæma hann.


Við meðferð þessara mála þarf að hafa í huga jafnvægi milli þeirra hagsmuna að rannsókn mála sé vönduð annars vegar og hins vegar að fyrirtæki geti stundað frjáls viðskipti, þ.m.t sameinast og kaupa önnur félag, og að þau viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig enda eru oftar en ekki mikli hagsmunir og fjármunir í húfi sem þoli litla bið.


Hingað til hefur áherslan verið á það að rannsaka þessi mál og afgreiða á sem skemmstum tíma þannig að samrunaeftirlit skili tilætluðum árangri. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að afgreiða hratt þá samruna sem gefa litið tilefni til íhlutunar. Í því felst einmitt tilgangurinn með skiptingu málsmeðferðarinnar í tvo fasa.


Tilgangur fyrri fasans er að vinsa úr þau mál sem ekki þarf að rannsaka og eyða tíma í. Af þeim sökum á samruni ekki að fara upp á fasa II nema raunverulega líkur séu á íhlutun. Í þessu samhengi má vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda frá ágúst í fyrra um framkvæmd samrunamála. Þar kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi 50 samrunamál farið upp á fasa II en af þeim hafi 23 lokið án nokkurrar íhlutunar. Í þessum málaflokki ætti höfuðáherslan að vera að afgreiða sem flest mál á fasa I og ekkert mál ætti að fara upp á fasa II nema rökstuddar líkur séu á íhlutun.


Í fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðanda kom einnig fram það sjónarmið Samkeppniseftirlitsins að vanda þyrfi samrunatilkynningar m.a. í þessu skyni að flýta fyrir mati á áhrifum samruna. Í þessu samhengi má vekja máls á því að oft hefur verið bent á ógagnsæi hvað varðar nálgun samkeppnisyfirvalda til t.d. markaðsskilgreininga og mats á stöðu aðila.


Markaðsskilgreiningar er gunnurinn að mat á stöðu fyrirtækja og órjúfanlegur þáttur í öllum samrunamálum og flestu öðrum málum sem lúta rannsókna Samkeppniseftirlitsins. Ein leið til þess að geta auðveldað samrunaferlið og þá einkum þá vinnu að afgreiða tilkynningar á fasa I væri að auka markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitins. Með því gæti Samkeppniseftirlitið byggt upp gagnabanka um markaði hér á landi, skilgreiningar þeirra, hverjir séu keppinautar og mögulega stöðu þeirra. Þessar markaðsrannsóknir gætu verði aðgengilegar og nýst fyrirtækjum t.d. til þess að meta hugsanlega samruna og áhrif þeirra og


hvort þeir séu yfir höfðu mögulegir en einnig nýst við að útbúa samrunaskrár til Samkeppnisetirlitsins. Þannig gætu auknar markaðsrannsóknir stuðlað að auknum gæðum samrunatilkynninga enda hafa samrunaaðilar oft takmarkað aðgengi að upplýsingum til þess að meta markaði, t.d. varðandi hlutdeild og stöðu keppinauta sem getur haft áhrif á mat á hlutdeild og stöðu þeirra sjálfra.


Aukið gagnsæi og gæði að þessu leyti myndi skila sér í aukinni skilvirkni í málsmeðferðinni og myndi leiða til þess að hægt væri að ljúka fleiri samrunamálum á fasa I. Þessi vinna ætti líka að auðvelda Samkeppniseftirlitinu störf sín í öðrum málum enda eru markaðsskilgreiningar mikilvægur liður í rannsóknum flestra mála. Með því að byggja upp gagnarunn um markaðsskilgreiningar og markaði væri Samkeppniseftirlitið að auðvelda og flýta málsmeðferð, auka gæði og gagnsæi sem kæmi öllum vel. Þetta ætti því að vera forgangsmál hjá stjórnendum Samkeppniseftirlitsins.


Sævar Þór Jónsson - Hæstarréttarlögmaður

Maður í jakkafötum og bindi situr við borð með fartölvu og bækur.
27. febrúar 2025
Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum. Árið 1907 voru lögboðnar umferðarreglur hér á landi að finna í lögum um vegi nr. 57/1907 og voru fyrstu bifreiðalögin í kjölfarið lögfest 7 árum síðar með lögum nr. 21/1914. Síðan þá hefur samfélagið tekið miklum breytingum og hafa farartæki, vegir og samgönguvenjur manna breyst verulega. Það var svo ekki fyrr en árið 1940 sem fyrstu umferðarlögin voru lögfest með lögum nr. 110/1940. Þegar litið er yfir þróun bifreiðalaga frá árinu 1914 og til ársins 2019 eða þegar núgildandi umferðarreglur voru lögfestar má sjá hvernig svokallaðar hátternisreglurnar hafa tekið breytingum samhliða breytingum samfélagsins. Í dæmaskyni má nefna að í 8 gr. umferðarlaga nr. 21/1914 var kveðið á um skyldu ökumanna til þess að gefa hljóðmerki þegar hætt var við árekstri. Segir þar m.a. að óheimilt sé fyrir ökumann að gefa hljóðmerki þegar ekið er framhjá hestum og skuli hestar fælast við hljóðmerki eða verða óróir skuli þegar í stað hætta að gefa hljóðmerkið. Þó að áðurnefnt ákvæði umferðarlaga sé ekki að finna í núgildandi umferðarlögum nr. 77/2019 þá eru líkt og áður lögfestar hátternisreglur sem eiga það sameiginlegt að stuðla að auknu umferðaröryggi. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að reglur er varðar ökutæki og umferð séu skýrar svo að auðskiljanlegt sé fyrir hinn almenna borgara að átta sig á því hvaða háttsemi sé leyfileg í umferðinni enda stuðlar það að auknu umferðaröryggi. Við ættum öll að geta fallist á að það væri brot á umferðarlögunum ef einstaklingur sest drukkinn undir stýri og verður í kjölfarið valdur af umferðarslysi. Þá kæmi það okkur ekki á óvart ef viðkomandi yrði látin sæta ábyrgð. Hið sama má segja um þann sem verður valdur af umferðarslysi með samskonar ábyrgðarlausri og/eða refsiverðri háttsemi. En hvað með einstaklinga sem eru allsgáðir við akstur, keyra á löglegum hraða, eru með athyglina við aksturinn og haga honum að öllu leyti eftir aðstæðum, lögum og reglum. Verði þeir svo óheppnir að valda umferðarslysi sem í för með sér hefur líkamstjón eða manntjón, mega þeir vænta þess að þeir verði látnir sæta ábyrgð líkt og áðurnefndu ökumennirnir? Hér áður fyrr hefði svarið við þessari spurningu eflaust verið nei en ef nýlegir dómar eru hafðir til hliðsjónar má sjá hvernig búið er að móta gáleysismatið þannig að óverulegt gáleysi í umferðinni getur bakað mönnum refsingu. Að því er varðar manndráp af gáleysi í umferðinni virðist sem íslenskir dómstólar hafi hér áður fyrr verið vægari í að sakfella í slíkum málum en dómstólar í nágrannalöndum okkar. Þá ber dómaframkvæmdin með sér að stórfellt gáleysi hafi þurft til sakfellingar hins ákærða og má hið sama segja um sakfellingu fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi skv. 219. almennra hegningarlaga. Í dag er þó staðan önnur líkt og nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr á þessu ári ber með sér. Fyrir skömmu fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem ákærður var fyrir hegningar- og umferðarlagabrot en viðkomandi hafði lent í umferðarslysi með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðar slasaðist töluvert. Viðkomandi hafði hvorki verið undir áhrifum áfengis né hugbreytandi efna, hann hafði ekið á löglegum hraða, var ekki í símanum við akstur og var ökutæki hans í fullkomnu lagi. Í raun kom ekkert fram í gögnum málsins né fyrir dómi að aksturslag viðkomandi hafi verið á einhvern hátt ábótavant. Samt sem áður var honum gefið að sök líkamsmeiðing af gáleysi og umferðarlagabrot. Að lokum var viðkomandi sakfelldur fyrir brotið skv. ákæru og er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem hann hefði að getað komið í veg fyrir slysið. Í íslensku réttarfari er að finna mikilvæga meginreglu um sönnunarbyrði í sakamálum en meginreglan kveður á um að sönnunarbyrði fyrir sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þannig verður ákærða ekki gert áfelli nema að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök, sbr. 109. gr. sömu laga. Allan vafa á svo að skýra ákærða í hag sbr. 2. mgr. 70. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Með vísan í ofangreint er engu líkara en að ákæruvaldið virðist ekki lengur þurfa að færa fullnægjandi sönnur fyrir því að hinn ákærði hafi með gáleysi brotið gegn almennum hegningarlögum heldur sé nægjanlegt til sakfellingar að brotið sé sannað, þ.e. að umferðarslys hafi orðið og í kjölfarið líkams- eða manntjón. Hið sama má segja um niðurstöðuna í máli strætisvagnabílstjórans í máli nr. S-3865/2023. Óhjákvæmilega situr eftir spurningin hvar dómstólar séu farnir að draga mörkin þegar um ræðir annars vegar óhappatilvik og hins vegar gáleysisbrot eða heyra óhappatilvik í umferðinni kannski sögunni til? Er það samfélagið sem við viljum búa í? Sævar Þór Jónsson - Hæstaréttarlögmaður 
30. september 2024
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024 er viðurkenning sem Viðskiptablaðið og Keldan standa fyrir og veita fyrirtækjum sem sýnt hafa fram á öflugan og sterkan rekstur. Til að hljóta þennan heiður þurfa fyrirtæki m.a. að hafa skilað jákvæðri afkomu fyrir árin 2022 og 2023 og vera með eiginfjárhlutfall yfir 20% auk annarra þátta sem Viðskiptablaðið og Keldan meta sérstaklega. „Það er virkilega ánægjulegt að vera í hópi 2,3% fyrirtækja á landinu sem komast á þennan lista hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni. Það er jafnvel enn meiri heiður að lítil lögmannsstofa eins og okkar skuli vera meðal fárra lögmannsstofa sem komast inn á listann og sú staðreynd að þær stofur sem eru með okkur á listanum eru stærstu lögmannsstofur landsins. Þetta er okkur á stofunni mikil hvatning til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem við höfum lagt á okkur og gera enn betur í framtíðinni.“ - Sævar Þór Jónsson