fbpx

Við hjá LÖGMANNSSTOFUNNI SÆVAR ÞÓR & PARTNERS leggjum okkur fram við að veita faglega og vandaða lögfræðiþjónustu. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis.

Starfsmenn stofunnar hafa víðtæka reynslu af öllum almennum lögfræðistörfum og ólíkum réttarsviðum.

Meðal viðfangsefna okkar eru erfðaréttur, félagaréttur, fasteignakauparéttur, forsjármál, innheimtur, leiguréttur, málflutningur, sakamál, samninga- og kröfuréttur, skattaréttur, samkeppnisréttur, hafréttur, skaðabótaréttur, kaupmálar, skilnaðarmál, skipti dánar- og þrotabúa, stjórnsýsluréttur, vátryggingaréttur, vinnuréttur og verktakaréttur.