fbpx

Á stofunni starfa sérfræðingar í skattamálum sem veita jafnt einstaklingum og fyrirtækjum heildstæða skattaráðgjöf bæði hér á landi og á sviði alþjóðlegs skattaréttar og tvísköttunarsamninga. Við höfum veitt fjölda fyrirtækja skattaráðgjöf, þ. á m. erlendum viðskiptavinum er lúta að orkumálum og jarðvarmavirkjunum.

Við búum yfir mikilli reynslu af meðferð mála hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og ágreiningsmálum hjá ríkisskattstjóra sem og málsvörnum í sakamálum hjá dómstólum er varða skattalagabrot.

  • Verkefni sem við höfum sinnt á þessu sviði eru m.a. eftirfarandi:
  • Aðstoð vegna meðferðar skattamála hjá ríkisskattstjóra.
  • Aðstoð við kærur skattamála til yfirskattanefndar.
  • Skattalegar áreiðanleikakannanir.
  • Aðstoð vegna virðisaukaskattsmála, svo sem vegna:
    • Frjálsrar og sérstakrar skráningar.
    • Rafrænnar þjónustu og sölu yfir landamæri.
    • Skráningar, afskráningar og samskráningar á virðisaukaskattsskrá.
    • Almennra virðisaukaskattsmála fyrirtækja.
    • Aðstoða vegna meðferðar tolla og vörugjalda.
  • Ráðgjöf vegna tekjuskatts, útsvars, fjármagnstekjuskatts og tryggingagjalds o.fl., svo sem vegna:
    • Tekjuskattshlutföll einstaklinga og lögaðila.
    • Gjaldfærðs rekstrarkostnaða í rekstri félaga.
    • Staðgreiðslu skatta.
    • Vaxta, arðs, söluhagnaðar, leigutekna o.fl.
    • Launþegasamband og verktakasamband.
  • Rágjöf vegna samninga í rekstri, svo sem við kaup á félögum, hlutafé, atvinnurekstrareignum o.fl.
  • Alþjóðleg skattlagning.
  • Tvísköttunarsamningar.
  • Milliverðlagning.
  • Hagsmunagæsla vegna meðferðar mála hjá skattrannsóknarstjóra. ríkisins og sérstökum saksóknara.
  • Hagsmunagæsla við meðferð sektarmála hjá yfirskattanefnd.
  • Hagsmunagæsla vegna refsimála fyrir dómi.