fbpx

Hjá okkur eru starfandi sérfræðingar í stjórnsýslurétti með áratugareynslu bæði af störfum innan stjórnsýslunnar og samskiptum við hin ýmsu stjórnvöld. Við aðstoðum bæði einstaklinga og fyrirtæki við meðferð stjórnsýslumála, önnumst samskipti og skjalagerð og gætum réttinda þeirra í málsmeðferðinni. Við sjáum um stjórnsýslukærur og kærur til umboðsmanns Alþingis auk annara mála á þessu réttarsviði, s.s. umsóknir og leyfamál. Einnig höfum við mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum.