fbpx

Vinnuveitendaábyrgð á tímum Covid-19

Í yfirstandandi heimsfaraldri vegna Covid-19 veirunnar hafa mörg álitamál vaknað og ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Eitt álitamálið sem ratað hefur inn á borð Lögmannstofunnar SÆVAR ÞÓR & PARTNER er skaðabótaábyrgð vinnuveitanda vegna Covid-19 smita á vinnustað.

Frumskilyrði skaðabóta samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993 er að tjón hafi orðið. Verði talið að tjón hafi orðið þar að kanna hvort að bótagrundvöllur hafi stofnast. Þá þarf einnig athöfn eða athafnaleysi þar sem einhver hefði með réttu átt að gera einhverjar ráðstafanir. Að endingu þarf svo að kanna hvort að háttsemin sé ólögmæt. Sé þessum skilyrðum uppfyllt, það er að tjón hafi orðið, athöfn eða skylda til athafna hafi verið til staðar og háttsemin sem Þá þarf einnig að sýna fram á orsakatengsl og sennilega afleiðingu á milli tjónsins og háttseminnar þannig að tjónið teljist sennileg afleiðing hennar.

Hér getur skipt máli hvort að vinnuveitandinn hafi farið í einu og öllu að sóttvarnarráðstöfunum og þeim reglum sem settar voru á hverjum tíma í faraldrinum. Ræður einnig miklu hvernig starf um ræði og aðbúnað á vinnustað, s.s. hvort hægt sé að sinna starfinu heiman frá eður ei og hvort vinnuveitandi geri kröfu um viðveru umfram nauðsyn o.s.frv. Ef að þessi einkenni eru talin til örorku, þá er slíkt alltaf grundvöllur bóta.

Þetta er því samspil margra þátta sem ekki er hægt að taka frekari afstöðu til með þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ekki verður talið ómögulegt að reyna að sækja bætur á þessum grundvelli, en það fer eftir aðstæðum hverju sinni svo og athöfnum fólks utan við vinnu hvort að skilyrðum skaðabóta sé uppfyllt.

Nýlegar færslur