fbpx

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar

Engar heildstæðar reglur eða lög gilda um óvígða sambúð þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir henni á nokkrum stöðum í lagasafninu. Hvað varðar eignaskipti við sambúðarlok óvígðrar sambúðar hafa þó mótast nokkrar reglur í dómaframkvæmd sem hægt er að byggja á.

Þannig eru til dæmi um að dómstólar hafi viðurkennt að fasteign skuli teljast sameign að jöfnu eða í öðrum hlutföllum þó þinglýstri skráningu sé háttað öðru vísi.

Af dómaframkvæmd má þannig sjá að við sérstakar aðstæður er helmingaskiptum beitt við uppgjör fjárskipta sambúðarfólks eða í öðrum hlutföllum. Opinber skráning fasteigna girðir því ekki fyrir að annað eignarhlutfall teljist rétt miðað við framlög aðila til fasteigna takist sönnu um það. Hvílir sönnunarbyrðin á þeim aðila sem telur sig hafa eignast hlutdeild í fasteign sem skráð er á hinn aðilann. Af þessu leiðir að hægt er að gera tilkall til hlutdeildar í eign sem samsvarar fjárframlögum til eignamyndunar fasteignar sem viðkomandi hefur tekist sönnum um.

Nýlegar færslur